Það sem ég ætla tala um hérna eru spjaldtölvur og betra sjónvarp í Dimmuborgum. Eins og til dæmis töskurnar sem maður þarf að ganga með á hverjum einasta degi (nema um helgar væntanlega). Þær eru alveg agalega þungar ef maður flokkar ekki bækurnar í skólatöskuna. En ef maður hefur með sér bara eina spjaldtölvu í skólann þá þarf maður ekki einu sinni skólatösku.
Það er hægt að gera allt í spjaldtölvum varðandi nám og þær nýtast manni á ýmsan hátt eins og t.d reiknivél, microsoft office pakkinn og ýmislegt fleira. Varðandi skólatöskuna þá þarf maður alltaf að taka hana með og alltaf vera að gramsa í henni í tímum sem gefur frá sér truflun og óþarfa hávaða. Í spjaldtölvum er maður með allt fyrir framan sig í einu tæki. Ég ætla svo aðeins að ræða um sjónvarpið í Dimmuborgum. Það er orðið svo gamalt að það fer allveg að verða ónýtt. Það þarf að fara að kaupa betra sjónvarp eða bara flottan skjávarpa svo það sé eitthvað hægt að lesa textann og svoleiðis. Ef það myndi koma skjávarpi gætu krakkar horft frá öllum sjónarhornum í Dimmuborgum og þurfa ekki að píra augun. Ef það kæmi flatskjár þyrfti hann að vera svolítið stór þannig að það væri hægt að horfa á hann eins og skjávarpann. Ég er búinn að fara mjög oft í Dimmuborgir. Þegar ég horfi á sjónvarpið þá þarf ég að fara í sófann sem er næst sjónvarpinu en ég er ekki að segja að allir þurfi að gera það en þetta myndi verða til batnaðar fyrir fleiri veit ég.
Eins og ég tala um hér að ofan myndi þetta vera vonandi framtíðarsýn fyrir skólann, ánægðari nemendur og kennarar og allt námsefni á einum stað.
Atli Freyr Freysson 8. RK