Bókaverðlaun barnanna

Ár hvert velja íslensk börn bestu barnabókina í flokki íslenskra og þýddra bóka. Þátttaka er frjáls en á skóla- og almenningsbókasöfnum fer fram kosning. Einnig er dreginn út heppinn kjósandi í hverjum skóla og fær hann bókaglaðning sem Herdís barnabókavörður á Amtsbókasafninu afhendir.

Að þessu sinni voru valdar bækurnar Rangstæður í Reykjavík eftir Gunnar Helgason og þýdda barnabókin Amma glæpon eftir David Walliams.

Vinningshafi í Giljaskóla að þessu sinni er Atli Freyr Freysson í 8.RK og óskum við honum til hamingju.