Bóndadagskaffi

Föstudaginn 21. janúar var strákum úr 8. bekk boðið til veislu í stofu 302. Það voru stelpur úr sama árgangi sem stóðu fyrir uppákomunni í tilefni bóndadagsins. Boðið var upp á snúða, möffins, skúffuköku og annað góðgæti ásamt köldum drykkjum til að skola niður með. Þá fengu strákarnir sérútbúin kort með fallegum kveðjum sem stelpurnar höfðu útbúið auk þess sem þær gengu á milli og stjönuðu við herrana ungu. Nokkrir eldri herrar, þ.e. starfsmenn skólans, litu við og fengu sömu höfðinglegu móttökur og hinir yngri.

Mikil ánægja var með þessa uppákomu meðal strákanna. Sannarlega frábært framtak hjá stelpunum í 8. bekk.

Hér í lokin kemur stutt ábending til strákanna í 8. bekk. Konudagurinn er sunnudaginn 20. febrúar næstkomandi!

Fleiri myndir hér.