~ 1. maí hlaup UFA ~
Nú er komið að hinu árlega 1. maí hlaupi UFA. Hlaupið verður frá Íþróttaleikvanginum við Hamar. Hlaupið er annars vegar
skólahlaup þar sem keppt er um hlutfallslega þátttöku í grunnskólunum og hins vegar 4ra og 10
km götuhlaup fyrir almenning.
Í skólahlaupi er keppt um hlutfallslega þátttöku milli skóla. 14 ára og yngri hlaupa eða ganga skemmtilegan 2ja km langan hring í kringum
íþróttarsvæðið án tímatöku. 15-16 ára velja á milli 4ra eða 10 km vegalenda.
Aldursflokkar:
7-9 ára, stelpur og strákar
10-14 ára, stelpur og strákar
15-16 ára, taka þátt í götuhlaupi, 4ra eða 10 km
Götuhlaupið er opið öllum og hefst kl. 12. Tvær vegalengdir eru í boði, 4 og 10 km og er tímataka í báðum vegalengdum. Nú er
tækifæri fyrir alla skokkara að koma saman og eiga góðan dag, hvort sem þeir fara hratt eða hægt, eru að byrja að hlaupa eða hafa hlaupið
alla tíð!
Aldursflokkar:
16 ára og yngri, stelpur og strákar (árg. ’94 og yngri)
17-39 ára, konur og karlar
40 ára og eldri, konur og karlar
Skráning:
Æskilegt er að forskrá sig í hlaupið, það minnkar álag á hlaupadag og flýtir fyrir úrvinnslu úrslita.
Þátttökugjaldið er lægra í forskráningu og eiga forskráðir þátttakendur möguleika á að vinna glæsileg
útdráttarverðlaun sem Sportver gefur.
Forskráning fer fram á hlaupasíðunni www. hlaup.is og í Sportveri 29. og 30. apríl milli kl. 14 og 18. Þá verður skráning í Hamri
hlaupadag, milli kl. 10:00 og 11:30
Þátttökugjald:
Í forskráningu: 700 kr. fyrir börn 16 ára og yngri, 2000 kr. fyrir fullorðna.
Á hlaupadag: 1000 kr. fyrir börn, 2500 kr. fyrir fullorðna.
Allar nánari upplýsingar, m.a. um hlaupaleiðir, má nálgast á vefsíðunni www.ufa.is