Sigurlið

36 nemendur í 5. bekk Giljaskóla tóku þátt í frjálsíþróttamóti á vegum UFA í Boganum ásamt jafnöldrum þeirra úr hinum skólum bæjarins þann 24. maí. Allir nemendur skólans kepptu í langstökki, 60 metra hlaupi og 600 metra hlaupi. Síðan voru 2 kynjablönduð lið sem tóku þátt í boðhlaupi og reipitogi.  Nemendur stóðu sig frábærlega. Allir tóku þátt, voru stilltir, kurteisir og gleðin skein úr hverju andliti. Afraksturinn var síðan sigur og bikar til eignar. Að loknu góðu móti hjóluðu nemendur upp í skóla og gleðin varð þess valdandi að brekkan varð lítið mál.

5 bekkur sigurlid