5. bekkur. Víkingaöldin kynnt og ferð á Listasafnið

Þriðjudaginn 3. maí s.l. kynntu nemendur í 5. bekk verkefnin sín um Víkingaöldina. Foreldrar mættu og börnin stóðu sig mjög vel. Myndir frá kynningunni eru hér. Mánudaginn 9. maí lögðum við leið okkar á Listasafnið með Söndru myndmenntakennara og skoðuðum sýninguna „Fólk“ sem er ljósmyndasýning. Börnin höfðu afar gaman af þessari ferð og áttu í leiðinni að velja sér eitt verk sem þau munu svo vinna frekar með hjá Söndru í myndmenntatímum. Við smelltum af nokkrum myndum og þær má sjá hér.