Árshátíð nemenda í 8.-10. árgangi verður haldin á sal skólans þriðjudaginn 10. mars kl. 17:30.
Aðgangseyrir er 300 krónur fyrir fullorðna. Börn á grunnskólaaldri og yngri borga ekkert. Selt er inn við innganginn.
Á árshátíðinni verða sýndar 7 kvikmyndir sem nemendur unnu á stuttmyndadögum og leikrit leiklistarvals. Sýningin mun taka um
það bil tvær klukkustundir með hléi þar sem 10. bekkur selur kaffi og meðlæti.
Kaffihlaðborð kostar 700 krónur fyrir fullorðna og fyrir 8.bekk og eldri, 300 krónur fyrir nemendur í 1. – 7.bekk , yngri börn fá
frítt.
Föstudaginn 13. mars verður árshátíðarball unglingadeildar og verður það betur auglýst síðar.
Viðvera nemenda verður samkvæmt stundaskrá þessa daga.