Nú á vordögum skiluðu nemendur 9.SM inn verkefni í keppni sem haldin er á vegum landlæknisembættisins og kallast Tóbakslaus bekkur. Hún felst í því að nemendur skrifa undir samning þar sem þau skuldbinda sig til tóbaksleysis og eiga þau kost á því að vera dregin út og fá smá glaðning (húfu, spilastokka og annað í þeim dúr). Auk þess er stærri keppni þar sem nemendur senda inn verkefni og eru þá peningaverðlaun í boði, 5.000 kr. á hvern skráðan nemanda í bekknum. Það er skemmst frá því að segja að 9.SM ákvað að senda inn verkefni og var meðal 10 bekkja sem hlutu verðlaun. Hér má líta meistarastykkið: http://tobakslausgiljaskoli.weebly.com/