ABC barnahjálp styður byggingu skóla í Pakistan

Kæru kennarar og nemendur.

Nú hafa allir skólar sem tóku þátt í söfnuninni Börn hjálpa börnum skilað söfnunarfénu til ABC barnahjálpar.
Alls tóku 2.816 börn í 99 skólum þátt í söfnuninni og við erum afar stolt og ánægð með árangurinn sem varð alls 8.000.136,- kr.

Ákveðið hafði verið að hluti af söfnunarfénu yrði sendur til Pakistan til þess að hægt yrði að halda áfram með byggingu skólahúsnæðis fyrir heimavistarbörnin og þann 14. apríl sendum við 2,5 milljón krónur þangað. Meðfylgjandi eru myndir af byggingarframkvæmdum. Börnin í Pakistan senda ykkur kveðjur sínar og þakka ykkur kærlega fyrir ykkar ómetanlegu hjálp.

Afgangurinn af söfnunarfénu verður svo sendur til Kenýa þar sem framkvæmdir standa yfir á byggingu skóla fyrir götubörn í Nairobi. Við munum senda ykkur myndir þaðan seinna.

Með kærri kveðju,  Margrét Blöndal og Sigurlín Sigurjónsdóttir

ABC barnahjálp