Í nóvember vorum við með söfnun fyrir börnin okkar, Venkateswaramma sem býr í Indlandi og Kevine sem býr í Uganda. Við vorum með það markmið að safna 108 þúsund krónum. Í baukana, sem voru í kennslustofum og á kaffistofum starfsfólks, safnaðist 103.137 krónur. Við eigum 11.477 á bankabókinni síðan í fyrra svo við eigum nóg til að styrkja þau allt næsta ár. Ef einhverjir hafa ætlað að koma með pening en eiga það eftir þá verður baukur á skrifstofunni sem er alltaf hægt að setja í. Það kemur sér vel á næsta ári að eiga smá sjóð ef við náum ekki að safna allri upphæðinni.
Þökkum kærlega fyrir stuðninginn :)