ABC hjálparstarf í Giljaskóla

Í haust vorum við í Giljaskóla með söfnun fyrir börnin okkar tvö sem við styrkjum svo þau fái húsnæði, fæði og skólavist.  Við náðum ekki alveg takmarkinu svo við fórum aftur af stað með minni söfnun eftir áramótin og þegar það var komið ásamt styrk frá skólanum náðum við takmarkinu sem er 108 þús. fyrir árið.

Núna í apríl tóku nemendur í 5. bekk þátt í söfnuninni "Börn hjálpa börnum" og stóðu þeir sig afbragðs vel. Þeir gengu í hús í hverfinu og viljum við þakka góðar móttökur. Söfnunarféð rennur til heimavistarskóla fyrir götubörn í Kenya. Búið er að byggja 1. hæðina og nú er verið að safna fyrir 2. hæð skólans.