Ég ætla að byrja á því að segja frá skápum. Skáparnir væru þá til að geyma skóladót og bækur því það er mjög leiðinlegt og óþægilegt að fara með svona tuttugu bækur á hverjum einasta degi heim. Manni verður bara illt í bakinu. Svo þarf maður ekki að hafa neinar áhyggjur af því að gleyma bókunum sínum heima. Þessir skápar yrðu þá bara fyrir unglingastig. Það er ekki mikið pláss fyrir svona skápa á göngunum en það ætti nú ekki að vera mikið mál að gera smá rými fyrir þá. Ef skáparnir væru þá gæti maður sett fötin sín inn í þá og er ekkert mikið gagn af því að vera með snaga. Skáparnir gætu verið þar sem snagarnir eru núna i dag. Svona skápar þurfa ekki að kosta neitt svakalega mikið og ég veit að nánast allt unglingastigið væri til í að hafa skápa í stað þess að þurfa bera þungar töskur í skólanum.
Svo er það Ipad sem væri mjög þægilegt. Þá þarf maður heldur ekki að vera með eins margar bækur, bara glósubækurnar. Ég veit allavega um einn skóla hér á Akureyri sem er með Ipad í stað skólabóka og það er Naustaskóli. Það virðist nú bara ganga prýðilega vel. Það þarf líka heldur ekki endilega að vera nýjasti ipadinn, sem sagt númer þrjú, heldur bara fyrsti og elsti. Það eru kostir og gallar við að hafa svona spjaldtölvur. Kostirnir eru þeir að við krakkarnir þurfum ekki ganga með skólabækurnar sem skólinn á og við tínum þá engum bókum. Svo koma gallarnir við spjaldtölvurnar. Þær kosta alveg slatta pening og ef einhver missir eina og hún skemmist algjörlega þá er 40 -60 þúsund bara farið í ruslið!
Marinó Darri Kristjánsson 9.BIS