Afmælisdagskrá föstudaginn 13. nóvember

Tuttugu ár eru síðan Giljaskóli tók til starfa í húsnæði leikskólans Kiðagils árið 1995. Börnum fjölgaði ört í nýju hverfi en bygging sérstaks skólahúsnæðis dróst á langinn Það var síðan 1. febrúar 1998 sem flutt var úr Kiðagili í fyrsta áfanga nýja skólans.  Verkefni þemadaga þessa árs tengjast þessum tímamótum.

Haldin verður afmælishátíð föstudaginn 13.nóvember og eru foreldrar boðnir sérstaklega velkomnir í skólann þennan dag.

Dagskráin verður sem hér segir:

8.00-9.20         Andlitsmálun og undirbúningur skrúðgöngu um hverfið.

9.20-9.45         Skrúðganga um hverfið sem endar með því að allir safnast saman í íþróttasalnum.

10.00-10.30     Samkoma í íþróttasal.  Þar ætlum við að syngja skólasönginn og etv. fleiri lög.  Nemendur frá blásarasveit Tólistarskólans spila nokkur lög. Halldóra Haraldsdóttir, fyrsti skólastjóri skólans og Jón Baldvin, skólastjóri, flytja stutt ávörp.

10.30…            Farið í stofur og síðan fara nemendur um skólann í hópum og koma við í matsal og fá afmælisköku. Nemendur hafa sjálfir bakað kökuna á þemadögunum og notað til þess eggin frá okkar hamingjusömu hænum.

12.00               Í hádeginu fá nemendur pylsu og safa í boði skólans.

12.40               Áætluð skólalok.

Nemendur hafa skreytt skólann í tilefni afmælisins og búið til glugga- og veggskreytingar.  Um allt hús má sjá ýmsan fróðleik um skólastarfið. Boðið verður upp á skoðunarferðir í Rjóðrið, en nýlega fengu kennarar og nemendur styrk frá Landsbankanum til að gera betri göngustíga í skóginum okkar.  Ef það hefur farið framhjá einhverjum erum við með hænur í Miðgarði og þær færa svo sannarlega gleði í hús.

Sjón er einfaldlega sögu ríkari og við væntum þess að sem flestir sjái sér fært að heimsækja skólann og gleðjast með nemendum og kennurum af þessu tilefni.

Verið hjartanlega velkomin.

 

Nemendur og starfsfólk Giljaskóla