Öllum nemendum í 10. bekk er árlega boðið upp á að taka áhugasviðskönnunina Bendil sér að kostnaðarlausu. Áhugasviðskönnunum í grunnskóla er ætlað að auðvelda nemendum að taka ákvörðun um framhaldsskólanám. Áhugasviðskannanir eru eitt tæki af mörgum til aukinnar sjálfsþekkingar. Könnunin er tekin í tölvu og geta nemendur skoðað niðurstöður sínar strax en öllum er síðan boðið upp á einstaklingsviðtal og túlkun niðurstaðna hjá námsráðgjafa. Foreldrum er velkomið að koma með. Allar nánari upplýsingar um áhugasviðskönnunina má finna á bendill.is.