Akureyrarbær hefur hætt að senda út greiðsluseðla vegna leikskólagjalda, skólafæðis og frístundar. Innheimtukröfur munu því eftirleiðis eingöngu birtast í heimabönkum.
Í þessu sambandi er minnt á íbúagáttina eg.akureyri.is, sem veitir bæjarbúum aðgang að ýmsum gagnlegum viðskiptaupplýsingum með einföldum og aðgengilegum hætti. Íbúar hafa þar rafrænan aðgang að öllum sínum reikningum sem koma frá sveitarfélaginu.
Þessi breyting er liður í að auka hagkvæmni í rekstri og gera ferlið um leið umhverfisvænna m.a. með minni pappírsnotkun.
Hægt er að óska sérstaklega eftir því að fá sendan greiðsluseðil og þarf þá að senda tölvupóst á netfangið fjarreidur@akureyri.is eða hafa samband við fjárreiðudeild í síma 460-1000.