Börn og lestur – mikilvægi foreldra
Foreldrar eru fyrstu kennarar barna sinna og þeir aðilar sem lengst fylgja þeim eftir í lífinu. Fjöldi rannsókna sýnir fram á að þátttaka foreldra í námi barnanna styrkir þau í námi, sem á einnig við um árangur þeirra í lestri. Afburðagóður árangur finnskra barna í lesskilningi má rekja til menntunar- og félagslegra þátta, finnskir foreldrar lesa mikið. Á bókasöfnum þar í landi hefur almenningur mjög gott aðgengi að bókum og blöðum, en lestrarfærni tengist sterklega því umhverfi sem börn alast upp í.Læsi er ekki námsgrein heldur grundvallarfærni sem gengur þvert á allar námsgreinar og er undirstaða annars náms og starfa í samfélaginu. Því er mikilvægt að heimili og skólar séu samstíga í því að styrkja læsi barna.
Alþjóðadagur læsis er 8. september og hér á eftir fara tenglar inn á heimasíður sem vert er að skoða.
Það sem Amtbókasafnið hefur upp á að bjóða þennan dag má sjá hér: http://www.akureyri.is/amtsbokasafn/frettir/bok-i-bandi
Hér má finna slóð í tengslum við Dag læsis 8. sept. 2012: http://www.unak.is/static/files/Skolathrounarsvid/2012/frettablad/frettablad%20dagur%20laesis%202012.pdf