Alþjóðadagur móðurmálsins er haldinn hátíðlegur á hverju ári þann 21. febrúar að tilstuðlan Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Til að vekja athygli á fjölda þeirra tungumála sem töluð eru í skólum Akureyrarbæjar hafa þeir sem eru með íslensku sem annað mál í leik- og grunnskólum bæjarins verið að skrifa orðin ást og friður á sínu móðurmáli. Við í Giljaskóla höfum sett þessi orð á blað á 13 tungumálum sem töluð eru í skólanum okkur. Aðrir leik- og grunnskólar bæjarins gera slíkt hið sama og afraksturinn má sjá í gluggum kaffihúss Amtsbókasafnsins næstu daga.