Árshátíð 1.-7. bekkjar og sérd.

Foreldrasýningar í íþróttasal Giljaskóla. Aðgangseyrir er 500 krónur fyrir fullorðna og gesti. Nemendur í Giljaskóla og yngri börn borga ekki aðgangseyri. Selt er inn við innganginn.

Miðvikudag 16. mars kl. 17:00 sýna 1. bekkur, 2.AE, 3.GS, 4.SLR, 5. bekkur,  6.ÁEK og 7.AR og sérdeild.

Fimmtudag  17. mars kl. 17:00 sýna 1. bekkur, 2.TB, 3.LS, 4.VD, 5. bekkur, 6.KMÞ og 7.BK og sérdeild.

Nemendur eru beðnir um að mæta í heimastofur sýningardaga ekki seinna en kl. 16:30.

Sýningar nemenda munu taka um það bil eina klukkustund og að þeim loknum verður kaffisala á vegum 10. bekkjar í sal skólans til styrktar ferðasjóði bekkjarins.

Kaffi og meðlæti kostar 1200 krónur fyrir fullorðna og 8. bekk og eldri, 500 krónur fyrir nemendur í 1. - 7. bekk, yngri börn fá frítt.

 

 

Vinsamlegast virðið að það þarf að vera næði í salnum svo allir njóti sýningarinnar bæði nemendur sem eru að sýna á sviði og eins áhorfendur sem vilja geta notið þess að fylgjast með sýningunni. Gætið þess að börn ykkar séu ekki hlaupandi um salinn á meðan á sýningum stendur.

Við vonum að allir sjái sér fært að mæta og eiga góða stund í skólanum með börnum sínum.

Kær kveðja og góða skemmtun,

starfsfólk Giljaskóla