Mér finnst að í skólann vanti betri tölvur. Aðallega til þess að fá meiri tíma í að vinna verkefnið sitt og til að geta klárað það fljótar. Tölvurnar í skólanum eru ágætar en þær eru alls ekki frábærar. Það versta við þær er að það tekur oft upp í 10 mínútur að kveikja á þeim og svo eru sumar tölvurnar sem kveikja alls ekkert á sér. En ég er aðallega að tala um fartölvurnar sem við á unglingastigi vinnum frekar oft í.
Ég vinn oft verkefni í skólanum með tölvum skólans, sem er frábær leið til að vinna ritgerðir og fleiri þannig verkefni. En því miður hefur það oft gerst að ég þurfi að eyða meira en þriðjungi tímans í að kveikja á tölvunni og fá allt það upp sem ég er að fara vinna í. Og svo gerist það stundum að forritin virka ekki en það gerist nú ekkert mjög oft. Mér finnst alls ekkert skrítið að þessar tölvur séu orðnar frekar lúnar því þær hafa verið notaðar á hverjum degi nánast í nokkur ár. Ég er alls ekki að tala um að kaupa einhverjar þvílíkar tölvur sem kosta alveg helling. Ég er bara að tala um aðeins betri tölvur, þar sem maður þarf ekki að bíða í heillangan tíma eftir að þær opnist og þar á meðal netið og forritin sem maður vinnur í. Sumar tölvur skólans eru alveg ágætar en það eru samt frekar margar orðnar mjög slappar. Um daginn virkaði ekki tölvan mín og svo voru nokkur hleðslutæki ónýt sem er ansi leiðinlegt ef ekkert annað hleðslutæki er laust. Tölvurnar eru yfirleitt batteríslausar þegar maður fær þær. Miðað við hversu góð tölvutæknin er orðin ætti að vera hægt að bjóða nemendum upp á eitthvað betra.
Að vinna skólaverkefni í tölvum er ein besta leið til að vinna verkefni hratt og vel. Það er hundleiðinlegt að treysta á skólatölvurnar og búast við góðum tíma í verkefnið þegar tölvan annað hvort kveikir alls ekkert á sér eða það tekur heillangan tíma. Það væri gaman að sjá þetta lagast í framtíðinni.
Gunnlaugur Orri Sumarliðason 8.BKÓ