Víða um heim eru borðaðir grautar af ýmsu tagi. Ein tegundin kallast hafragrautur. Það eru til að minnsta kosti tvær tegundir af hafragraut. Það er mjólkur-hafragrautur og vatns-hafragrautur. Á Íslandi er vatns-hafragrautur miklu algengari.
Af hverju á að bjóða upp á hafragraut í Giljaskóla? Það eru nokkrar góðar ástæður fyrir að það sé sniðugt að bjóða upp á hafragraut. Þegar maður er með tóman maga þá er erfiðara að einbeita sér að náminu. Það er betra að borða hafragraut en til dæmis kornflögur vegna þess að hafragrautur er saðsamari og þá verður lengra þangað til maður verður aftur svangur. Það eru ekki allir nemendur í skólanum sem fá sér morgunmat. Þeir geta fengið sér hafragraut í matsal Giljaskóla. Það er hægt að fá sér graut þegar skólinn opnar. Nemendur í 8.-10. bekk sem gleyma nesti geta fengið graut í fyrri frímínútunum. Hafragrauturinn kostar ekki neitt. Það er mjög gott af því að foreldrar þurfa þá ekki að eyða peningunum sínum í dýran mat. Það er ekki bara gott fyrir nemendur og foreldra þeirra heldur líka gott fyrir starfsfólk skólans ,af því að það getur líka fengið sér hafragraut. Hvað er í boði út á hafragrautinn? Það er boðið upp á mjólk, kanilsykur og sykur. Mér finnst að það ætti líka að bjóða upp á slátur og rúsínur. Á að bjóða upp á frían hafragraut í fleiri skólum? Mér finnst að það ætti að vera hafragrautur í öllum skólum vegna þess að sömu rök eru fyrir því að hafa frían hafragraut í þeim og í Giljaskóla.
Það er góð hugmynd að hafa frían hafragraut á boðstólum í öllum skólum. Það hjálpar svöngum nemendum með skóladaginn og sparar heimilunum peninga.
Að lokum er ég með uppskrift að hafragraut eins og ég fæ mér oft á morgnana.
Uppskrift að hafragraut fyrir tvo:
1 dl haframjöl
3 dl vatn
Örlítið salt
Haframjöl, salt og vatn sett í pott. Soðið í 3-5 mínútur. Borið fram með mjólk og slátri.
Hinrik Guðjónsson 8. BKÓ