Hin árlega kosning íslenskra grunnskólanemenda, Bókaverðlaun barnanna fór fram á dögunum. Á Norðurlandi voru úrslitin þessi:
1. sæti: Mamma klikk eftir Gunnar Helgason 2. sæti: Þín eigin goðsaga eftir Ævar Þór Benediktsson 3. sæti: Dagbók Kidda klaufa, besta ballið eftir Jeff Kinney
Þess ber að geta að Mamma klikk var einnig valin í besta bókin á landsvísu. Nánari upplýsingar um úrslitin verða birtar á bókasafni Giljaskóla á næstu dögum.
Kjörseðillinn var einnig happdrættismiði og einn nemandi var dreginn út í hverjum skóla bæjarins. Vinningshafinn í Giljaskóla er Ingibjörg Aþena Ellertsdóttir 6. KMÞ. Við óskum henni innilega til hamingju með bókavinninginn.
Meðfylgjandi myndir eru teknar þegar Herdís Anna, barnabókavörður á Amtsbókasafninu, kom í heimsókn, tilkynnti úrslitin og afhenti vinninginn.
Gleðilegt sumar.