Ár hvert fer fram kosning í skólum landsins sem kallast Bókaverðlaun barnanna. Þá kjósa börn í 1.- 7. bekk bestu nýútkomnu bókina. Í ár var það bók Ævars Þórs Benediktssonar, Þín eigin þjóðsaga, sem sigraði. Í öðru sæti var Gula spjaldið í Gautaborg eftir Gunnar Helgason og í þriðja sæti var bók Jeff Kinney, Kiddi klaufi- kaldur vetur.
Barnadeild Amtsbókasafnsins hefur yfirumsjón með kosningunni hér á Akureyri og kjörseðlarnir eru einnig happdrættismiðar. Nafn eins þátttakanda úr hverjum grunnskóla bæjarins er svo dregið út. Í Giljaskóla var sú heppna Herdís Ruth Brynjarsdóttir í 7.UV. Nafna hennar, Herdís Anna barnabókavörður á Amtsbókasafninu heimsótti okkur og afhenti vinningshafanum bókavinning. Við óskum Herdísi Ruth til hamingju og þökkum fyrir góða þátttöku.