Í febrúar gengu börn í 5. bekk í Giljaskóla í hús í hverfinu og söfnuðu pening fyrir ABC barnahjálp. Þetta er
orðið að árvissum atburði og skólar um allt land taka þátt. Söfnunin í Giljahverfi gekk mjög vel og söfnuðust kr. 97.589,-
Peningarnir verða notaðir til að kaupa skólamáltíðir fyrir nemendur í skólum á vegum ABC barnahjálpar, en skólar hafa verið
byggðir víða á síðastu árum.
Söfnunarfé krakkanna í Giljaskóla í ár dugir til að kaupa 1952 skólamáltíðir! Þau stóðu sig mjög vel og
þökkum við þær góðu mótttökur sem krakkarnir fengu í hverfinu!
ABC barnahjálp sendir bestu kveðjur!
Kennarar 5. bekkjar