Dagur gegn einelti

Nemendaráð Giljaskóla útbjó verkefni fyrir Dag gegn einelti sem er haldinn um allt land 8.nóvember á hverju ári.

Nemendaráðið bað hvern bekk að útbúa bekkjarmynd á maskínupappír utan um landssáttmála gegn einelti og skrifa þannig undir að við viljum stöðva allt einelti í umhverfinu okkar.

Flestir bekkir tóku þátt og gerðu fallegar bekkjamyndir sem hanga upp í matsal skólans.

Nemendaráðið tók viðtöl (sjá neðst í skjali) við nemendur og starfsfólk skólans og spurði um einelti.