Dagur gegn einelti í Giljaskóla

Nemendaráð Giljaskóla hélt upp á daginn með því að semja eineltissáttmála fyrir skólann og bjóða síðan öllum nemendum og starfsfólki að skrifa undir hann. Nemendaráðið kallaði til fundar á sal skólans og spjallaði við nemendur um einelti og hvað hægt væri að gera til að sporna við því og mikilvægi þess að segja frá ef einelti á sér stað. Einnig lásu þau upp texta sem helgaður var vináttunni.

Nemendaráðið stóð sig með stakri prýði og erum við í Giljaskóla afskaplega stolt af þeim.