Dagur íslenskrar tungu 16. nóvember var haldinn hátíðlegur í Giljaskóla í gær. Að venju er
valið skáld dagsins. Að þessu sinni voru skáldin tvö. Systkinin Sigrún og Þórarinn Eldjárn urðu fyrir valinu. Munu
nemendur vinna með verk þeirra á næstunni.
Samkoma var á sal skólans þar sem nemendur úr fyrsta til sjöunda bekk fluttu og kynntu ýmis verk þeirra Sigrúnar og Þórarins.
Skólastjóri setti samkomuna, kynnti höfundana lauslega og setti einnig Stóru Upplestarkeppnina. Það er orðin hefð að setja hana formlega
á þessum degi og eiga sjöundu bekkingar mikla vinnu framundan við að æfa sig í framsögn því ekki megum við láta deigan síga
nú. Í fyrra átti Giljaskóli sigurvegara keppninnar Evu Laufeyju Eggertsdóttur. Hún kom fram í gær á hátíð dagsins
í Ketilhúsinu þar sem hún las upp ljóð við afhendinu verðlauna Jónasar Hallgrímssonar á Degi íslenskrar tungu.
Þau hlaut skáldið Þorsteinn frá Hamri.
Á samkomunni í gær fluttu fyrstu bekkingar ljóðið Bók í hönd. Annar bekkur söng ljóðin Maður og mús og
Heimskringlu við undirleik Ástu tónmenntakennara. Þriðji bekkur las og lék ljóðin Bílarnir, Halastjarnan og Tölvuleikir. Öll þessi
ljóð eru eftir Þórarinn Eldjárn. Fjórði bekkur flutti kynningar á skáldunum Sigrúnu og Þórarni Eldjárn. Fimmti
bekkur las upp og söng ljóðin Stólarnir og Landvættirnar eftir Þórarinn. Sjötti bekkur sýndi teikningar Sigrúnar Eldjárn
úr bókum hennar. Sjöundi bekkur flutti að síðustu Völuspá eftir Þórarinn Eldjárn. Skólasöngurinn var sunginn
við undirleik Ástu í lokin og tóku nemendur hressilega undir. Nemendur stóðu sig vel og eiga sannarlega hós skilið.