Dagur íslenskrar tungu

Á degi íslenskrar tungu komu nemendur unglingastigs saman á sal skólans. Haldin var ræðukeppni þar sem nemendur voru annað hvort með eða á móti. Efnin sem nemendur tóku afstöðu til voru hækkun bílprófsaldurs í 18 ár, að skólinn byrji klukkan 9 og að nemendur taki lokapróf í sundi við lok 8. bekkjar. Ræðurnar voru fjörugar og skemmtilegar og stóðu ræðumenn sig vel og hlustendur einnig.

Hér má sjá nokkrar myndir sem teknar voru við þetta tilefni.