Vikuna 14. til 21. apríl dvöldu 8 nemendur úr 10. bekk í Árósum í Danmörku ásamt nemendum úr Glerár- og Síðuskóla. Nemendurnir hafa verið í dönskuvali í vetur sem byrjaði í haust með heimsókn frá bekk í Árósum. Ferðin var fjármögnuð með styrk frá Nordplus junior, en auk þess fékk hópurinn styrk frá Kjarnafæði og Norðurorku.
Krakkarnir dvöldu á dönskum heimilum megnið af vikunni sem var uppfull af viðburðum m.a kynntu þeir verkefni sem þeir hafa unnið í vetur, fóru í heimsókn á Aros listasafnið og í Den gamle by, þar sem unnin voru verkefni og farið í ratleik. Vinabær Akureyrar, Randers,bauð Akureyringunum í Randers Regnskov sem var mikil upplifun fyrir alla.
Síðasta kvöldið komu allir saman á sveitabæ, heima hjá einum nemandanum og voru grillaðar pylsur og snobröd bakað yfir eldi.
Danska rúgbrauðið fór vel í flesta og allir komu glaðir heim reynslunni ríkari og danskari en áður með margar góðar minnigar í farteskinu.
Myndir úr ferðinni.