Bókagjöf

Bókasafni Giljaskóla hefur borist höfðingleg gjöf. Rithöfundurinn og kennarinn Brynjar Karl Óttarsson, vinur okkar og samstarfsmaður, kom færandi hendi og afhenti safninu verk sín Lífið í Kristnesþorpi og Í fjarlægð- saga berklasjúklinga á Kristneshæli. Vönduð ritverk, fróðleg og falleg. Grenndargralið gefur bækurnar út en Gralið á einmitt rætur að rekja til Giljaskóla.

Við sendum Brynjari kærar þakkir enn og aftur fyrir bækurnar sem án efa eiga eftir að nýtast okkur vel.