Uppskeruhátíð skólanefndar

Föstudaginn 10. júní hélt skólanefnd Akureyrarbæjar uppskeruhátíð í Ketilhúsinu.  Þar var 15 nemendum og 6 verkefnum veitt viðurkenning fyrir framúrskarandi starf eða árangur.
Borist höfðu 22 tilnefningar vegna verkefna eða starfsmanna og 22 vegna nemenda. Sérstök valnefnd sem í sátu fulltrúar skólanefndar, Miðstöðvar skólaþróunar HA og Samtaka, svæðisráðs foreldra barna í grunnskólum Akureyrar, vann úr tilnefningum tillögu til skólanefndar um hverjir skyldu hljóta viðurkenningar.
Í hópi nemenda sem hlutu viðurkenningu var Aldís Bergsveinsdóttir, nemandi í 10. bekk Giljaskóla, og var viðurkenning hennar byggð á eftirfarandi rökstuðningi:
Aldís er afar sterkur einstaklingur sem stendur sig vel í samskiptum, námi og tónlistarnámi. Hún er kurteis, ábyrg og metnaðarfull ung stúlka sem skarar fram úr í mörgu.
Aldís spilar frábærlega vel og er mikilvægur hlekkur í marimbakennslunni.  Hún leiðir marimbahóp sinn af stakri yfirvegun og notar óspart tónlistarhæfileika sína, m.a. til að útsetja lög og finna út raddsetningar fyrir hljóðfærin sem hún síðan kennir samnemendum.  Aldís er í senn hógvær, yfirveguð, skipulögð og umfram allt mjög traust. Hún er fiðluleikari og þekkir af eigin raun hvernig það er að vinna í hljómsveit og miðlar því áfram.

Myndir hér.