5. bekkur Giljaskóla - fræðsla á vegum Marita og IOGT

Minnum á fræðslu á vegum Marita og IOGT í boði ABC Barnahjálpar, fræðslan er fyrir börn í 5. bekk og foreldra/forráðamenn. Fyrstu 50 mínúturnar sitja börnin ásamt foreldrum fræðsluna en næstu 40 mínúturnar á eftir er einungis ætluð foreldrum. Það er því um 90 mínútna fræðslu að ræða fyrir foreldra en 50 mínútur fyrir börnin. 
Í Giljaskóla verður fræðslan á morgun, þriðjudaginn 13. janúar á sal skólans klukkan 08:00.
Hér má sjá nánari upplýsingar um fræðsluna sjálfa sem ber heitið "Vertu þú sjálfur".