Föstudaginn 15. nóvember hefst lestrarátak í Giljaskóla og stendur í tvær vikur eða til 29. nóvember. Markmiðið er að auka lestur á meðal nemenda í skólanum.
Allir nemendur fá blað með sér heim þar sem þeir lita kubb inn á töflu sem sýnir þann mínútufjölda sem þeir lesa hverju sinni. Nemendur skila inn einum kubbi daglega til umsjónarkennara. Árgangar safna saman mínútum og teknar verða sama þær mínútur sem lesnar verða. Kubbarnir verða síðan settir upp í gluggum skólans þannig að það myndast ,,skemmtileg borð” í gluggunum.
Lestur er lykill að ótal ævintýrum og hægt að velja fjölbreytt efni til lesturs eða hlustunar s.s. teiknismyndasögur, fræðitexta, fréttatengt efni og skáldsögur.