Ferð 6. UV á Húna

Mánudaginn 12. september tók 6.UV þátt í verkefni hollvina Húna II “Frá öngli ofan í maga” og var ferðin frábær í alla staði. Sjávarútvegsfræðingur sýndi nemendum ýmislegt forvitnilegt úr hafinu. Nokkrir heiðursmenn aðstoðuðu nemendur við sjóstöngina og veiddist m.a. ýsa, þorskur, koli, krossfiskar og krabbar. Aflinn var grillaður og borðaður með bestu lyst. Það er ómetanlegt tækifæri fyrir nemendur að fara í siglingu sem þessa og þökkum við kærlega fyrir okkur.

 Myndir má skoða hér.