Ferð í Rjóðrið

Þriðjudaginn 22.maí, fórum við með 3. bekkina okkar í gönguferð og lá leiðin í Rjóðrið. Á leiðinni tíndum við rusl og fræddumst um tréin og hversu stórt svæðið okkar er, en það nær alveg frá brúnni (við gamla Möl og Sand) og alveg að Samkaup búðinni við Borgarbraut. Á leiðinni var tré sagað (sem var dautt) og þar sem það er svo langt þá var ákveðið að nota það sem fánastöng í rjóðrinu. 3.bekkur ætlar svo að gera fána J Börnin dyttuðu svo að ýmsu í Rjóðrinu, s.s. negldu nokkrar spýtur, hlóðu torfum á húsið, söguðu burt dauðar greinar og fleira. Það var frábært að komast loksins út með börnin í góða veðrið og meðfylgjandi myndir sýna þessa dugnaðarforka okkar í 3. bekk.

Myndir hér