Fræðsla um köngulær hjá 5. bekk

5. bekkingar hafa verið að kynna sér köngulær í vikunni og hafa lesið sig til um þær. Í dag fóru Eydís og Valla út með 5. bekk í náttúrufræðitímanum. Markmiðið var að safna köngulóm í sýnakrukku til að skoða betur inni í víðsjá og með stækkunargleri. Það gekk mjög vel að finna hinar ýmsu tegundir af köngulóm og nokkrar flugur og ánamaðkar fengu að fljóta með. Svo var haldið upp í stofu þar sem dýrin voru rannsökuð í bak og fyrir í víðsjá. Eins og myndirnar sýna voru börnin mjög áhugasöm. Nokkrir voru þó ekki spenntir fyrir þessum kvikindum og fóru þá bara afsíðis á meðan. Skemmtileg vinna með flottum krökkum.