Fræsöfnun fyrir Hekluskóga

Í haust fór 6. bekkur í fallegu veðri og safnaði birkifræum til að dreifa í nágrenni við eldfjallið Heklu. Fræin tíndu þau við Giljaskólarjóður. Af fræunum munu spretta hundruðir og jafnvel þúsundir brikitrjáa. Birki er sterk trjátegund sem minnkar vikurfok í kjölfar gjóskugosa úr eldfjallinu og verndar umhverfið. Gróðurfar og dýralíf verður fjölbreyttara. Þetta er undirbúningur ef Hekla skyldi gjósa aftur.
Hér má sjá myndir.

Hér má sjá þakkarskjal frá Landgræðslunni