Framkoma barna í Giljaskóla


Einelti og slæm framkoma má oft setja undir sama hatt. Það er ekkert óþægilegra og jafn pirrandi og þegar maður situr í rólegheitum og einhver kemur og „dissar“ eins og enginn sé morgundagurinn.

Nemendur í 1.bekk og upp í 5.bekk (eða þar um bil) nota oft ljót orð sem þeir beina að eldri krökkum. Ég verð vitni að alveg rosalegu virðingarleysi af hálfu yngstu krakkanna í skólanum í garð okkar eldri krakkanna. Ég man þegar ég var i 1.bekk. Þá var maður ekkert að abbast upp á eldri krakkana. Í mínum augum voru þau bara fullorðin og virðuleg. Núna finnst mér eitthvað svo mikið um að yngstu krakkarnir í skólanum séu bara með kjaft við okkur. Þeir jafnvel eiga það til að „ráðast“ á okkur eldri krakkana, hlaupa á okkur og reyna að fella. Eg meina, þetta er mjög pirrandi þó við látum þetta ekki trufla okkur. Það er nú alveg lágmark að sýna smá virðingu.
Við á unglingastiginu erum oft að tala um hvað yngri krakkarnir eru dónalegir. Þú myndir ekki trúa þvi sem maður hefur heyrt koma frá þessum litlu börnum! Stundum erum við að labba niður í matsal eða bara á spjalli í rólegheitum þegar litlir strákar koma á móti og hella sér yfir okkur.
Ég held að við á unglingastiginu berum virðingu fyrir þeim sem yngri eru í skólanum sem og þeim sem eru eldri. Ég vildi bara óska að þessu litlu börn myndu gera það sama og hætta þessum stælum í garð okkar unglinganna. Ég veit að þau eru öll frekar lítil og óþroskuð en er það afsökun?
Maður upplifir ekki síst stælana í börnunum þegar maður er að aðstoða í frístund. Þau hækka röddina og láta eins og þau hafi aldrei talað við manneskju áður. Tökum lítið dæmi: Ég sit og er að lesa frammi á gangi og litlir krakkar eru að labba framhjá. Einn af þeim vill vera rosa sniðugur og labbar upp að manni og byrjar með þessar endalausu spurningar: “Hvað ertu að gera?, af hverju?, ha?, af hverju?, okei , af hverju?, af hverju?”


Það eru t.d. þesir stælar sem örugglega allir kannast við frá því þeir voru sjálfir litlir en fyrr má nú rota en dauðrota! Ég varð svo bitur á að skrifa þetta að ég held ég setji punktinn hérna.

Svanfríður Oddsdóttir 10. KJ