Ég man eins og það hafi verið í gær að ég hafi mætt fyrsta skóla daginn minn í þennan frábæra skóla. Þá litu allir yngri krakkar upp til þeirra sem eldri voru en núna eru þau bara með kjaft og sum mjög ókurteis en samt ekki allir. Það eru nokkrir sem eru mjög kurteisir og líta upp til manns og þá vitum við að við unglingarnir erum að gera rétt en þegar þau eru með kjaft þá er eins og að við séum að gera eitthvað rangt. Ég er sjálfur ungleiðtogi hjá KFUM og KFUK og þar eru mjög skemmtilegir krakkar. Þeir geta þó stundum verið erfiðir en það bætir bara miklu við í reynslubankann.
En þetta er það sem mér finnst og það getur vel verið að þetta sé vitlaust. Mér finnst samt að yngri krökkum hafi farið aftur í sambandi við framkomu við eldri krakka. Þetta er eitthvað sem mér fyndist þurfa að bæta og þá þufum við líka að bæta okkur og haga okkur almennilega og koma vel fram hvert við annað. Og auðvitað eigum við í tíunda bekk að vera til fyrirmyndar og sýna ábyrgð. Það gengur ekki alltaf en oftast gengur það upp.
Guðlaugur Sveinn Hrafnsson. 10.SKB