Alltaf er eitthvað skemmtilegt um að vera á bókasafninu okkar. Árvissir viðburðir eins og t.d. Norræna bókasafnavikna eru á sínum stað. Jólabókaflóðið skellur brátt á okkur og í desember verða kynntar nýjar barna- og unglingabækur, upplestur við kertaljós og kökuát. Einnig hafa draugar sést á sveimi hér í fyrri hluta nóvember og skuggalegar bækur verið lesnar. Bókagetraun fór fram þar sem áhugasamir þurftu að bera kennsl á 10 barnabækur en vísbendingin var ein bls. úr hverri bók. Dregið var úr réttum svörum og sigurvegarinn var Arna Dögg í 5 KMÞ. Við óskum lestrarhestinum Örnu innilega til hamingju. Væntanlegar heimsóknir rithöfunda verða auglýstar síðar en Ævar Benediktsson mun heimsækja 4.-6. bekk og Birgitta Haukdal les úr Lárubókunum fyrir 1.-3. bekk í næstu viku.