Fullveldisdagurinn 1. desember - Sparifatadagur 2.des.

Sú hefð hefur skapast að halda hátíðlegan fullveldisdaginn 1. desember í skólanum. Nemendur og kennarar koma þá klæddir sparifötum (mánudaginn 2.des.) og setur það skemmtilegan svip á skólalífið. Við verðum með dagskrá á sal þar sem rifjaðir verða upp atburðir fullveldisdagsins og nokkur ættjarðarlög sungin. Brynjar karl Óttarsson kennari mun einnig afhenda viðurkenningar fyrir Grenndargralið. Að þessu sinni kom gralið heim í Giljaskóla til Bergvins Leifs og patriks Orra í 9. bekk.