Giljaskóla lokað vegna jarðarfarar Þórunnar Bergsdóttur, miðv. 22. maí kl.12:00

Laugardaginn 11. maí síðast liðinn lést Þórunn Bergsdóttir, kennari við Giljaskóla, eftir langvinn veikindi. Þórunn hóf störf við skólann haustið 2006 en vegna veikinda sinna var hún meira og minna fjarverandi síðustu tvö skólaár.

Þórunn á að baki langan og farsælan feril sem kennari og skólastjóri. Við söknum góðs starfsfélaga og þökkum henni kærlega samstarfið og það sem hún hefur lagt af mörkum til starfsins í Giljaskóla. Með góðum stuðningi vina, fjölskyldna og samstarfsmanna er léttara að vinna úr erfiðum áföllum. Við sendum fjölskyldu Þórunnar samúðarkveðjur og fallegar hugsanir.

Útför Þórunnar verður gerð frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 22. maí kl. 13:30. Giljaskóla verður lokað þann dag kl. 12. Frístund mun þó verða opin fyrir þá nemendur sem á þurfa að halda. Gert er ráð fyrir að allir nemendur verði búnir að fá hádegismat fyrir kl. 12. Börn sem fara í Frístund mæta þangað kl. 12 og fara heim á sínum venjulega tíma. Allir aðrir nemendur fara heim kl. 12.

Fyrir hönd starfsmanna Giljaskóla,

Jón Baldvin