Giljaskóli á Glerártorgi

Í maí verða leik- og grunnskólar Akureyrar áberandi á hinum og þessum opinberum stöðum í bænum. Tilefnið er 150 ára afmæli bæjarins en mánuðurinn er að miklu leyti eyrnamerktur skólunum þegar kemur að hátíðarhöldunum. Hver skóli fékk úthlutað einum stað til að sýna verk nemenda og afrakstur vetrarins á þessari uppskeruhátíð leik- og grunnskólanna. Giljaskóli sýnir á Glerártorgi en sýningin var opnuð miðvikudaginn 9. maí. Þar má sjá ljósmyndir, listaverk, fatnað og smíðagripi auk skriflegra verkefna svo sem ljóð og ritunarverkefni ýmiskonar. Við hvetjum alla til að staldra við á Glerártorgi og skoða það sem fyrir augu ber. Sýningin stendur yfir til mánudagsins 21. maí en þá lýkur uppskeruhátíð skólanna.

Hápunktur uppskeruhátíðarinnar verður miðvikudaginn 16. maí en þá verður hátíðin sett með formlegum hætti í miðbænum. Dagskrá verður frá klukkan 10:00 - 14:00 þar sem skólarnir bjóða upp á atriði í Hofi og á Ráðhústorgi fyrir gesti og gangandi. Þar munu nemendur frá Giljaskóla sýna söngatriði og vera með upplestur. Finna má upplýsingar um sýningarstaðina og setningu uppskeruhátíðarinnar á heimasíðu Akureyrarstofu en slóðin er http://www.visitakureyri.is/is/akureyri-150-ara/uppskeruhatid-skolanna.