Giljaskóli er skóli á grænni grein og stefnir á að fá Grænfánann á þessu ári. Eitt af skrefunum sem þarf að stíga er að vinna að þema og höfum við ákveðið að kynna okkur neyslu og áhrifum hennar á jörðina. Þessa viku höfum við því safnað öllu plasti sem til fellur í skólanum í stóran sekk á neðsta gangi. Nú á föstudegi er sekkurinn næstum orðinn fullur! Næstu viku ætlum við að reyna að minnka plast sem fellur til og sjá hver munurinn verður. Nemendur eru hvattir til að koma með nesti í nestisboxum, nýta poka aftur sem eru hreinir og fínir o.fl.
Allir árgangar eru að vinna að fjölbreyttum verkefnum sem tengjast neyslu á einn eða annan hátt, m.a. að endurnýta efni sem til fellur í föndur og aðra vinnu, fræðast um dýr sem eru í útrýmingarhættu vegna neyslu okkar mannanna og meta hve mikil verðmæti liggja í óskilamunum sem eru hér í skólanum. Afrakstur nemenda verður hægt að skoða í skólanum vikuna fyrir páska og verður það auglýst nánar síðar.