Giljaskóli er frábær skóli

Giljaskóli er frábær skóli. Hann hefur allt sem skóli þarf og líka allt sem börn þurfa. Hann hefur flott tæki eins og tölvur, skjávarpa og flotta skápa til að geyma gögn og fleira og líka mjög flottan og góðan matsal sem við borðum í. Svo Hefur hann öll  gögn sem kennarar og nemendur þurfa á að halda. Giljaskóli hefur líka meira að segja íþrótta hús sem er með flottum og stórum fimleikasal. En það er alltaf hægt að gera Giljaskóla ennþá skemmtilegri og betri skóla. Mér finnst að það myndi vera skemmtilegra ef það væri fjölbreyttara í mörgum tímum t.d. ensku, dönsku, stærðfræði, íþróttum og öllum tímum. Maður gæti farið í einhvern leik eða bara eitthvað skemmtilegra til að fá smá útrás. Svo mætti líka bæta með því að fá lengri íþróttatíma til að fara í marga skemmtilega leiki. Ekki bara hita upp og svo í stuttan leik. Þá fær maður lengri tíma til að gera þetta skemmtilega og fær fína útrás. Svo væri fínt að fá aðeins lengri tíma til að klæða sig og fara í sturtu og fleira eftir íþróttir og sundtíma. Mér finnst oft myndast óþarfa stress bæði fyrir og eftir leikfimis og sundtíma. Þá  þarf maður að hlaupa sveittur og stressaður í næsta tíma. Þá væri fínt að fá meiri tíma til að klæða sig svo maður þurfi ekki að koma of seint og vera skammaður. Mér finnst vera einn galli við Giljaskóla en það er hegðunarverið. Mér finnst það ekki hjálpa Giljaskóla að vera betri skóli. Mér finnst þetta refsing bara vera fyrir þá sem eiga kannski erfitt og lætur þeim bara líða ennþá ver. En Giljaskóli er alveg frábær skóli og er alveg til sóma á flestum sviðum. Bara að leikfimis tímarnir séu lengri og líka lengri tími til að klæða sig og fara í sturtu eftir tímann. Þá getur maður verið meira tilbúinn fyrir næsta tíma og þá þarf maður ekki að vera sveittur á milli tíma. Með því að laga þetta yrði Giljaskóli ennþá betri skóli. Svo er örugglega hægt að bæta hegðunarverið og ekki gera þetta svona strangt fyrir krakkana.

Giljaskóli er frábær skóli.

 

Logi Páll Aðalsteinsson 8. HJ.