Göngum í skólann!

Miðvikudaginn 10. september hefst átakið "Göngum í skólann" víða um heim. Átakið stendur í fjórar vikur og er þetta annað árið sem íslenskir skólar geta verið með.

Við í Giljaskóla ætlum að vera með og vonum við að sem flestir nemendur gangi eða hjóli í og úr skóla þessar vikur. Eins og kunnugt er eru miklar framkvæmdir á skólalóðinni og nauðsynlegt að takmarka umferð þar eins og kostur er. Við vonumst til að umferðin við skólann minnki til muna þessar fjórar vikur sem átakið varir og einnig að við náum að halda umferðinni í lágmarki við skólann í allan vetur. Það eru margar góðar ástæður til þess að ganga og skorum við á ykkur sem fylgið börnunum í skólann að gefa ykkur aðeins betri tíma á morgnanna og ganga með þeim.

Tíu góðar ástæður til að ganga saman í skólann!