Göngum í skólann

Á morgun miðvikudaginn, 6. september fer af stað verkefnið "göngum í skólann" sem er átak á landinu og ætlum við í Giljaskóla að sjálfsögðu að taka þátt.

Þetta göngu og hreyfingaátak stendur til miðvikudagsins 4. október.

Markmiðið er að hvetja alla nemendur og starfsmenn til að ganga eða hjóla til og frá skóla og að sjálfsögðu til almennrar hreyfingar utan skóla.

Að sjáfsögðu er hangandi markmið með allri hreyfingunni, sem er að minnka kolefnissporið sem bensínbeljurnar okkar skilja eftir sig.

Það er okkar von að allir verði duglegir að taka þátt í þessu átaki en nemendur munu skrá hjá umsjónarkennara hvernig þau fara til og frá skóla þessa daga.

Kveðja,

íþróttakennarar