Á síðustu árum hefur verið lögð aukin áhersla á umhverfismál og vorið 2011 var stigið það skref að verða skóli á Grænni grein. Síðan þá hefur verið unnið makvisst að umhverfismálum á öllum stigum skólans. Mörg skemmtileg verkefni hafa verið unnin og greinlegt að nemendur hafa tileinkað sér margt í þeirri vinnu.
Umsókn um að fá afhentan Grænfána var send til Landverndar í byrjun maí og í framhaldi af því komu fulltrúar Landverndar í heimsókn í skólann. Þeir ræddu við nemendur, hittu umhverfisnefndina, skoðuðu skólann og gengu niður í rjóðrið sem við notum til útikennslu. Skemmst er frá því að segja að þau voru mjög hrifin af umhverfismennt og starfi skólans. Grænfánann munum við fá afhentan í upphafi næsta skólaárs við hátíðlega athöfn. Ekki þýðir að slaka á þó að fáinn sé í höfn því stöðugt þarf að vinna að nýjum verkefnum og sækja þarf um fánann á tveggja ára fresti.
Merki Grænfánans er til hægri á heimasíðunni. Ýtið á það og fylgist með öllu sem viðkemur Grænfánanum í Giljaskóla!
Slagorð tengd umhverfismálum:
- Ekki vera gráðug í ekki neitt!
- Ef þú hugsar vel um ruslið, ertu þú laglega til í tuskið!
- Ekkert væl, við flokkum með stæl!
- Ruslið er eini gallinn við lífið!
Nemendur í 4. bekk skrifuðu í vetur smá hugleiðinug um umhverfismál. Hér er ein þeirra:
Það eru margar skýringar á umhverfisvernd á netinu. Ég fékk um það bil 258.000 leitarniðurstöður. Umhverfisvernd þýðir að vernda umhverfið og bera virðingu fyrir því. Passa að halda umhverfinu hreinu og menga eins lítið og hægt er. Við getum gert heilmargt heima og í skólanum sem er gott fyrir umhverfið. Við getum vandað okkur að flokka sorp, ekki hent neinu á jörðina eins og rusli og tyggjó. Við getum minnkað að nota plast og álpappír. Við getum valið umhverfisvænar vörur og beðið foreldra um að fera það líka. Við getum verið dugleg að labba og taka strætó því bílar menga mikið. Það er mikilvægt að halda umhverfinu þá líður öllum betur. Þá höfum við hreint vatn og hreint loft.
Katrín Rós 4.VD.