Þann 5. október 2015 komu 13 misfallegar hænur í Giljaskóla. Mánuðina áður en hænurnar komu stóðu allir saman og voru að vinna hörðum höndum að byggja kofa fyrir hænurnar sem voru væntanlegar í Giljaskóla.
Daginn sem hænurnar komu vöktu þær mikla athygli hjá flestum krökkunum. Allir vildu fara út og sjá þær en fljótlega var sett upp regla að það mætti ekki fara út á sokkunum og angra hænurnar. Það er margt sem þarf að hafa í huga áður er en ákveðið að fá hænur í skóla. Auðvitað er gaman að hafa hænur í skólanum en það er svo margt fleira sem þarf að gera heldur en að byggja kofa og fá þrettán hænur. Hænur eru ekki þrifalegar og þess vegna þarf þá að þrífa kofann þeirra reglulega, allavega einu sinni í viku. Á hverjum einasta föstudegi er farið að þrífa kofann hjá þeim, þá er gamla sagið tekið af og er þá nýtt sett undir þær. Sett er nýtt hey undir þær svo það sé betra fyrir þær að liggja á litlu eggjunum sínum. Hænunum er bæði gefinn hænsnamatur til dæmis skeljasandur, maís og korn og afganga úr matsalnum okkar sem við höfum ekki klárað að borða. Hænunum er gefinn skeljasandur til að bæta skurnun á eggjunum og meltinguna þeirra. Þar sem eru miklu fleiri sem vilja sjá inn í hænsnakofann heldur en bara við sem erum að þrífa hann, er hverjum bekk leyft að koma að sjá kofann að innan. Á hverjum degi koma nokkrir krakkar úr einum bekk og taka eggin hjá þeim. Flestum krökkunum á yngsta og miðstigi finnst mjög spennandi að sjá hænurnar taka eggin frá þeim og geta stundum klappað þeim, en þegar það er farið að bjóða 8.-10. bekk að sjá um hænurnar minkar áhuginn mikið.
En til þess að þetta mun allt ganga vel þá þurfa allir að standa saman svo hænunum muni líða sem best hjá okkur í Giljaskóla.
Margrét, 9. SKB