Hátíðardagskrá í Ketilhúsinu í tilefni af degi íslenskrar tungu

Mánudaginn 16. nóvember, kl. 16 – 17,  verður hátíðardagskrá mennta- og menningarmálaráðuneytis í Ketilhúsinu Akureyri í tilefni af degi íslenskrar tungu.

Mennta- og menningarmálaráðherra mun þar afhenda verðlaun Jónasar Hallgrímssonar og tvær aðrar viðurkenningar. Á meðal atriða verður upplestur tveggja verðlaunahafa úr Stóru upplestrarkeppninni þar sem Eva Laufey Eggertsdóttir, nemandi í Giljaskóla, mun lesa. Einnig koma fram strengjasveit Tónlistarskólans á Akureyri undir stjórn Guðmundur Óla Gunnarssonar og ungkvennakór Akureyrarkirkju undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar.

Allir eru velkomnir!