Heimalestrarappið Læsir- 1.-4. bekkur

Kæru foreldrar/forráðamenn

Giljaskóli hefur fengið prufuaðgang að heimalestursappinu Læsir og ætlar að prófa notkun á því með foreldrum á yngsta stigi (1.-4.bekkur).

Læsir á að koma í staðinn fyrir hina hefðbundnu skráningu á heimalestri þar sem nemandi hefur gengið á milli heimilis og skóla með ákveðið hefti þar sem foreldri hefur kvittað fyrir heimalestri barnsins. Þessi aðferð er barns síns tíma og teljum við betra að færa okkur yfir í rafræna skráningu til að halda betur utan um lestur nemenda. 

Ástæðan fyrir þessari breytingu er m.a.

Einfaldari skráning 

Í snjallforritinu er hægt á einfaldan máta að skrá lestur barna, bók og dagsetningu. Lögð var áhersla á að hafa það einfalt og fljótlegt.

Betri yfirsýn

Skráningar koma inn í stjórnkerfi kennarans og hefur hann því góða yfirsýn yfir hve lengi barnið hefur lesið, hvaða daga og hvaða bók. Þá er auðvelt að sjá bæði meðaltal og setja ákveðið lestrarviðmið.

Bókahilla nemandans

Bókahillan mín er hluti af snjallforritinu en þar koma inn allar bækur sem nemandinn hefur lesið. Þar er einnig hægt að sjá vinsældarlista yfir bæði þær bækur sem jafnaldrar lesa mest og hvaða bækur eru vinsælastar á landinu.

Einnig gerum við okkur vonir um að þetta hvetji nemendur til frekari lesturs ásamt því að veita ykkur, foreldrum/forráðamönnum, betri yfirsýn yfir heimalesturinn. 

Það er okkar von að þið takið vel í þetta framtak hjá okkur og vinnið með okkur í að byggja upp enn betra skólastarf með því að taka virkan þátt í þessari breytingu á skráningu heimalesturs í skólanum. 

Hér er hægt að lesa meira um Læsir - https://www.skolalausnir.is/

Læsir er hannað með lögum um persónuvernd í huga og er fyrst og fremst ætlað að safna upplýsingum um heimalestur. Farið er eftir þeim öryggisstöðlum sem Evrópusambandið setur og einnig eru gögnin vistuð á viðurkenndum gagnasvæðum í Evrópu. Hér er hægt að lesa persónuverndarstefnu fyrirtækisins - https://www.skolalausnir.is/personuvernd

Leiðbeiningar: 

Hvernig skrái ég mig inn? Þið sækið fyrst appið á PlayStore eða AppStore.  

 

Myndin af appinu lítur svona út:

 

Þið setjið svo kóðann XXXX sem tengir ykkur við bekkinn og fyllið út upplýsingarnar sem appið biður um. Svo er bara að skrá og skrá og skrá lesturinn.